Í dag verða spiluð nokkur glæný lög.
Til dæmis Anna Richter með lagið sitt 700 days, Slagarasveitin með lagið Koss Bylgju og Sniglabandið með lagið Allir litir heimsins.

Mynd: Sniglabandið

Pálmi Sigurhjartarson, píanóleikari Sniglabandsins verður í símanum og segir frá tilurð lagsins þeirra nýja og ögn frá því sem þeir eru að taka sér fyrir hendur næstu vikur og mánuði.

Mynd af Facebooksíðu Slagarasveitarinnar

Nýja lagið með Slagarasveitinni, Koss Bylgju verður líka spilað eins og áður segir og höfundar lags og texta, Ragnar Karl Ingason og Skúli Þórðarson verða í stuttu símaviðtali.

Svo verða einhver eldri lög spiluð, eða eins og oft er sagt í þættinum: Ný og notuð lög spiluð.


Ekki gleyma að hlusta á þáttinn Tónlistin á FM Trölla á sunnudögum kl. 15:00 til 17:00

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is