Miðvikudagsmótaröðin sem haldin er af Golfklúbbi Fjallabyggðar hefst miðvikudaginn 13. júní kl. 19.00

Fjöldi umferða: 12 umferðir
Dags umferða: 6/6 -13/6 – 20/6 – 27/6 – 4/7 – 11/7 – 18/7 – 25/7 – 01/8 – 08/8 – 15/8 og 22/8

Skráning og rástímar:
Opið er fyrir skráningu á netinu í tvær vikur fyrir hverja umferð. Skráningu líkur kl. 18:30 sama dag og umferðin er leikin. Mæting á golfvöll kl. 18:45 og ræst verður út af öllum teigum kl. 19:00

Flokkar:
Opinn flokkur: Höggleikur án forgjafar
Opinn flokkur fgj. 26,4 og lægri (fgj.flokkur 1-4): Punktakeppni með forgjöf
Áskorendaflokkur (fgj. 26,5 +) : Punktakeppni með forgjöf

Innanfélagsmót
Úrslit: Leiknar verða 12 umferðir, 9 holur í senn, og skulu 5 bestu umferðirnar telja.

Forgjöf:
Hámarksforgjöf karla:54
Hámarksforgjöf kvenna: 54

Teigar:
Konur: Rauðir kvennateigar

Drengir 14 ára og yngri: Rauðir karlateigar

Karlar 13-69 ára: Gulir teigar

Karlar 70+: Rauðir karlateigar

Stigagjöf:
Stigagjöf, fyrir hverja umferð er eftirfarandi:
1. sæti: 17 stig
2. sæti: 14 stig
3. sæti 12 stig
4. sæti 10 stig
5. sæti 9 stig
6. sæti 8 stig
7. sæti 7 stig
8. sæti 6 stig
9. sæti 5 stig
10. sæti 4 stig
11. sæti 3 stig
12. sæti 2 stig
13. sæti 1 stig
14. sæti 1 stig
15. sæti 1 stig
Samtals: 100 stig

Stigagjöf í hverri umferð:

Höggleikur: Ef tveir eða fleiri eru á jöfnu skori í hverri umferð, þá reiknast saman viðeigandi verðlaunasæti og tekið meðaltalið.

Punktakeppni: Til að skera úr um úrslit í punktakeppni, ef tveir eða fleiri eru með sama punktafjölda í lok umferðar þarf að reikna skorkortið fyrst skoða 6 síðustu holur… 3 síðustu holur.. sá sem hefur fleiri punkta telst sigurvegari í þeirri umferð.

Ath. Ekki er hægt að vinna til verðlauna í fleiri en einum flokki. Veglegra verðlaunasæti gildi.

Keppandi þarf að vera með virka forgjöf til þess að geta nælt sér í stig í punktakeppninni með forgjöf.

Mótsgjald: í hverri umferð: 1000,-

 

Upplýsingar á facebook: Golfsklúbbs Fjallabyggðar