Ingvi Hrannar Ómarsson á Sauðárkróki  hlýtur hvatningarverðlaun menntavísindasviðs Háskóla íslands fyrir framsækin störf í þágu menntamála sem hafa vakið athygli á alþjóðavettvangi.

Ingvi Hrannar starfar nú sem kennsluráðgjafi í tækni, nýsköpun og skólaþróun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Störf hans hafa hlotið alþjóðalega athygli en hann hlaut æðstu viðurkenningu sem Google veitir kennurum, Google for Education Certified Innovator, og æðstu viðurkenningu Apple til kennara og menntafólks, en hún ber heitið Apple Distinguished Educator.

Ingvi Hrannar hlýtur hvatningarverðlaun menntavísindasviðs Háskóla íslands fyrir framsækin störf í þágu menntamála sem hafa vakið athygli á alþjóðavettvangi.

Á dögunum var Ingvi Hrannar útnefndur af HundrED sem einn af hundrað áhrifamestu kennurum í heiminum.

Ingvi Hrannar bloggar um menntamál á ingvihrannar.com auk þess að halda úti „Menntavarpi“, vikulegu hlaðvarpi um menntamál, ásamt því að tísta undir nafninu @IngviHrannar

 

Forsíðumynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Heimild: N4