Þann 5. Júlí 2022 kom út lagið Alla nóttina með siglfirskri hljómsveit sem ber heitið Ástarpungarnir en ásamt þeim komu fram Siglóraddir í öllu sínu veldi. Saman mynduðu þau ótrúlega flottan samhljóm og gríðarlega þétta og flotta útkomu.

Lagið fjallar um rómantík og vinskap og gerist sagan í firðinum fagra, Siglufirði.

Lagið er einkar gott sönglag þar sem allir ættu að geta fundið sig í og tekið æði og haft hátt.

Og til þess að geta sungið með er gott að þekkja textann og hér að neðan er hann í heild sinni, en einnig má sækja hann sem mynd hér til hliðar, sem gæti hentað í smátækjum.

Lagið er komið á Spotify og Youtube og einnig á helstu útvarpsstöðvar landsins.

Að sjálfsögðu hljómar Alla nóttina á FM Trölla alla nóttina og á daginn líka.

Lag og texta samdi Andri Hrannar Einarsson og Bryndís Sunna Valdimarsdóttir kom þar einnig við sögu.


Alla nóttina
lag/texti: Andri Hrannar Einarsson, Bryndís Sunna Valdimarsdóttir

Á Siglufirði hópar koma saman
Á Ráðhústorgi tekur gleðin völd
Og þegar klukkurnar slá tólf
Flugeldar himinn upp lýsa
Ég finn að hugurinn togar mig til þín

Í Hvanneyrarskál ævintýrin gerast
Við göngum saman leiðumst hönd í hönd
Og þegar nóttin læðist inn
Og tækifærin þau bíða
Ég finn að hugurinn togar mig til þín

Við vökum alla nóttina, tónar hljóma um eyrina
Á Síldarævintýr með þér
vökum alla nóttina, söngur ómar um eyrina
Alla nóttina með þér, þú og ég.

Yfir okkur stjörnubjartur himinn
Í bryggjusöng við syngjum lítið lag
Og þegar klukkurnar slá tólf
Ég lauma koss’ á þinn vanga
Í kvöldsins roðablæ horf’ í augun þín

Við vökum alla nóttina, tónar hljóma um eyrina
Á Síldarævintýr með þér
vökum alla nóttina, söngur ómar um eyrina
Alla nóttina með þér.

Á Sigló tekur glaumur völd
Og við fylgjumst að í kvöld
Dönsum saman, syngjum dátt
Tökum æði höfum hátt

Í fjörðinn fagra stefnum nú
Mögnuð verður veislan sú
Sérhver stund í huga býr
Það er Síldarævintýr

Húh!
Alla nóttina

Alla nóttina, tónar hljóma um eyrina
Á Síldarævintýr með þér
alla nóttina, söngur ómar um eyrina
Alla nóttina með þér.

Alla nóttina, tónar hljóma um eyrina
Ég fíla að vera hér með þér
Við vökum alla nóttina, söngur ómar um eyrina
Alla nóttina með þér.

Alla nóttina, tónar hljóma um eyrina
Á Síldarævintýr með þér
alla nóttina, söngur ómar um eyrina
Alla nóttina með þér.
….. þú og ég.