Frístundin féll niður um skeið vegna hertra sóttvarnarreglna í Grunnskóla Fjallabyggðar en í síðustu viku mátti hefja starfsemina á nýjan leik og var það vel þegið.

Íþróttaskólinn fór því aftur af stað og voru börnin ánægð að komast aftur í þessa hressandi hreyfingu.

Hér eru nokkrar myndir af facebooksíðu Umf Glóa sem sýna fjörið.