Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar á 675. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar sem varðar ábendingar um framkvæmdir í Ólafsfirði er snúa að því að ljúka við framkvæmdir á tjaldsvæði, lagfæringu gangstétta, malbikun hafnarsvæðis, malbikun bílastæðis við hús Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (ÚÍF), Frisbee golf auk hugleiðinga um rafræna íbúakosningu um framkvæmdir sem bæjarfulltrúar setja fram.
Bæjarráð þakkar erindið og bendir á að vinna við framkvæmdaáætlun ársins stendur yfir og koma þessar framkvæmdir til umræðu við gerð hennar.
Bæjarráð tekur undir það að íbúakosning um smærri framkvæmdir getur verið góður kostur í framtíðinni.