búakosning um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hófst í dag og stendur til 13. desember nk. Íbúar kjósa í því sveitarfélagi sem þeir eru á kjörskrá í. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað.

Kjörstaðir og opnunartímar í Húnaþingi vestra

Dagana 28. nóvember – 12. desember verður kosið á skrifstofu Húnaþings vestra á Hvammstangabraut 5 mánudaga – fimmtudaga kl. 10:00-13:45 og föstudaga kl. 10:00-11:45.

Laugardaginn 29. nóvember verður hægt að kjósa á skrifstofu Húnaþings vestra kl. 12:00 – 15:00.

Þriðjudaginn 2. desember verður hægt að kjósa á sjúkrahúsinu á Hvammstanga kl. 10:00 – 12:00.

Laugardaginn 13. desember fer kosning fram í Félagsheimilinu Hvammstanga kl. 9:00 – 17:00.

Kjörstaðir og opnunartímar í Dalabyggð

Dagana 28. nóvember – 12. desember verður kosið á skrifstofu Dalabyggðar á Miðbraut 11 mánudaga kl. 10:00-12:45, þriðjudaga – fimmtudaga kl. 9:00-12:45 og föstudaga kl. kl. 9:00 – 11:45.

Laugardaginn 6. desember verður hægt að kjósa í stjórnsýsluhúsinu kl. 12:00 – 15:00.

Mánudaginn 8. desember geta íbúar á Silfurtúni kosið kl. 14:00 – 15:00.

Laugardaginn 13. desember fer kosning fram í fundarsal í stjórnsýsluhúsinu kl. 9:00 – 17:00.

Aðstoðarmaður kjósanda

Kjósandi á rétt til aðstoðar við atkvæðagreiðsluna. Aðstoð skal veitt af þeim úr kjörstjórn sem kjósandi tilnefnir eða aðstoðarmanni sem fylgir kjósanda á kjörstað.

Aðstoðarmaður þarf að uppfylla skilyrði um að vera orðinn 18 ára, má ekki aðstoða fleiri en þrjá kjósendur við sömu kosningar og má aðeins aðstoða kjósanda ef kjósandi getur skýrt þeim er aðstoðina veitir frá því hvernig hann vill greiða atkvæði.

Það varðar refsingu ef aðstoðarmaður segir frá því hvernig kjósandi greiddi atkvæði og ef hann aðstoðar fleiri en þrjá kjósendur við sömu kosningar.

Póstkosning

Sjái íbúi sér ekki fært að mæta á kjörstað er hægt að óska eftir því að greiða atkvæði sitt með póstkosningu. Í beiðni skal koma fram nafn, heimilisfang, hvert eigi að senda kjörgögnin í pósti eða netfang eigi að senda þau rafrænt. Beiðni um póstkosningu skal berast í tölvupósti á netfangið yfirkjorstjorndaloghun@hunathing.is.

Þegar kjörgögn eru send með pósti fylgja með leiðbeiningar, kjörseðill, fylgibréf með kjörseðli og tvö umslög. Engum öðrum en þeim sem óskaði eftir kjörgögnum er heimilt að nota þau til að kjósa.

Kjósandi annast sendingu kjörgagna til kjörstjórnar og ber sjálfur kostnað af sendingu þeirra. Einnig er heimilt að koma kjörgögnum til kjörstjórnar á annan hátt, en kjörgögn þurfa að berast kjörstjórn fyrir lok atkvæðagreiðslu laugardaginn 13. desember kl. 17:00.