Niðurstöður sameiningarkosningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Eftirfarandi eru niðurstöður íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra 28. nóvember – 13. desember 2025.
Í Dalabyggð voru 541 íbúar á kjörskrá. 326 kjósendur greiddu atkvæði. Já sögðu 125 (38,34%) og nei sögðu 196 (60,12%). Auðir og ógildir seðlar voru 5 (1,54%). Sameiningu var því hafnað.
Í Húnaþingi vestra voru 981 íbúar á kjörskrá. 607 kjósendur greiddu atkvæði. Já sögðu 147 (24,2%) og nei sögðu 448 (73,8%). Auðir og ógildir seðlar voru 12. Sameiningu var því hafnað.
Skv. 21. gr. reglugerðar nr. 922/2023, um íbúakosningar sveitarfélaga skulu kærur um ólögmæti íbúakosningar sendar ráðuneyti sveitarstjórnarmála til úrlausnar innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga. Þ.e. í síðasta lagi laugardaginn 20. desember 2025.
Sameiginleg kjörstjórn Dalabyggðar og Húnaþings vestra




