Tekið verður upp nýtt fyrirkomulag móttöku á endurvinnslustöðvum í Fjallabyggð eftir áramótin, í þeim tilgangi að auka flokkun og draga úr kostnaði við urðun.
Í upphafi árs er úthlutað einu klippikorti á íbúð (16 klipp, 4 m3) og sumarhús (8 klipp, 2m3) sem afhent eru í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði og bókasafninu í Ólafsfirði.
Notendur þurfa að framvísa klippikortinu til að komast inn á endurvinnslustöðvar í Fjallabyggð. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða kaupa sér kort.
Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu. Skylt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á endurvinnslustöðina hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan varning er að ræða. Hvert klipp er upp á 0,25m3 sem samsvarar 240 ltr. heimilistunnu.
Ef kort klárast er hægt að kaupa aukakort á kr. 12.300,-.
Rekstraraðilar geta keypt klippikort í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði og bókasafninu í Ólafsfirði á kr. 29.900,- sem inniheldur 16 klipp fyrir 0,25m3 eða samtals 4m3.