Íbúi í Ólafsfirði hafði samband við okkur á Trölli.is og kvartaði sáran yfir framkvæmdum sem staðið hafa yfir nokkuð lengi í Ólafsfirði.

Sagðist hann vera orðinn langþreyttur á aðgerðarleysi bæjarins varðandi þetta mál, og að ekkert væri aðhafst þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir bæjarbúa.

Litlar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar.

 

Um er að ræða djúpan skurð, eða gjá í eina af götum Ólafsfjarðar.  Nokkur umræða hefur skapast um málið og er ljóst að margir telja þetta skapa hættu, ekki síst þar sem leikskóli er þarna rétt hjá.

Talsvert vatn er í skurðinum.

 

Íbúar langþreyttir á þessu.

 

.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir af facebook