Íbúar Húnaþings vestra eru mjög ánægðir með heilsugæsluna á Hvammstanga.

Samkvæmt íbúakönnun eru íbúar sveitarfélagsins þeir ánægðustu á landinu með þjónustuna.

Heilsugæsla á Hvammstanga er hluti af heilsugæslu Vesturlands (HVE).

Yfirlæknir er Geir Karlsson og yfirhjúkrunarfræðingur Helga Hreiðarsdóttir.

Opnunartími er frá kl. 8:00 – 16:00 alla virka daga. Lokað er frá kl. 12:00 – 12:30. 

Aðalsímanúmer heilsugæslustöðvarinnar er 432 1300 en ef um bráðatilfelli er að ræða er hringt í neyðarlínuna 112.