Hjá Dalvíkurbyggð er starfað eftir þjónustustefnu sem var unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins árið 2015. Markmið þjónustustefnunnar er að efla þjónustuþáttinn í starfsemi sveitarfélagsins enda er Dalvíkurbyggð einn stærsti þjónustuveitandinn á svæðinu, sjá nánar hér.
Einn liður í þjónustu sveitarfélagsins er að fá frá íbúum ábendingar um það hvað betur má fara. Hægt er að senda inn rafrænar ábendingar í gegnum vefinn. Ábendingarnar berast á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is þar sem ritari sér um að koma þeim í viðeigandi farveg.
Íbúar eru því hvattir til þess að nýta sér þennan möguleika til þess að koma sínum skoðunum og ábendingum á framfæri. Til þess að senda inn á ábendingu er notuð slóðin https://www.dalvikurbyggd.is/is/hafa-samband eða ýtt á hnapp fyrir ábendingar á forsíðu.