Fasteignamiðlun kynnir eignina Hvanneyrarbraut 58, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 02-02, fastanúmer 213-0554 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hvanneyrarbraut 58 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0554, birt stærð 81.4 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Sjá myndir: HÉR

Um er að ræða íbúð á annarri hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi. Eignin samanstendur af 5 íbúðum í heildina, með sameiginlegum inngangi, sameiginlegu þvottahúsi og sameiginlegu þurrk/geymslulofti. Sérgeymslur eru á fyrstu hæð ásamt hitakompu og inngangi austan megin við eign. 

Íbúðin hefur verið endurgerð að miklu leyti þar sem burðarveggir voru teknir og settir stálbitar í loftið. Allir veggir voru endurgerðir og einangraðir innan íbúðarinnar og einnig einhverjir útveggir. Nýjar raflagnir voru lagðar og ný rafmagnstafla sett upp. Nýjar vatnslagnir voru lagðar alveg niður í inntak og frárennsli lagt nýtt inn í vegg. Nýjir ofnar voru settir upp og gólf var flotað að einhverju leyti. Skipt hefur verið um alla glugga í eigninni. Parket er fljótandi yfir alla íbúðina fyrir utan baðherbergi þar sem eru flísar. Skipt var um innihurðar sem eru með innfeldum fellilokun að neðan og einnig er ný eldvarnarhurð að sameign. 
Gengið er inn í ágætis anddyri með parket á gólfi. Gangur er parketlagður. Tvö svefnherbergi eru í eigninni bæði parketlögð. Eldhús og stofa liggja saman í opnu rými með frábæru útsýni út á sjóinn og fjallagarðinn. Geymsla/svefnherbergi skráð stærð 13,9m2 er á 1. hæð sem er parketlagt með mjög góðu gluggarými. Sameiginlegt þvottarými er á efstu hæð og einnig þurrkrými. Einnig er stórt rými á efstu hæðinni sem notað hefur verið sem geymsla í sameign. 

Nánari lýsing: 

Anddyri: er parketlagt með góðum möguleikum á fatahengi. 
Stofa: er samliggjandi með eldhúsi í stóru opnu rými með frábæru útsýni. 
Eldhús: er með svörtum Ikea innréttingum, svartri borðplötu, svörtum vask og gylltum blöndunartækjum. Ísskápur er innbyggður og ofn frá Siemens. 
Baðherbergi: er með dökkum flísum á gólfi og vegg. Walk in sturtuklefi, upphengt klósett, handklæðaofn, vaskur og innrétting. Einnig er tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. 
Svefnherbergi: eru tvö mjög rúmgóð með parket á gólfi og góðu gluggarými. 
Geymsla: er stór og rúmgóð með góðum gluggum. Parket er á gólfi.