Fasteignamiðlun kynnir eignina Hvanneyrarbraut 60, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 03-01, fastanúmer 213-0560 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hvanneyrarbraut 60 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0560, birt stærð 79.4 fm.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.
Sjá myndir: HÉR
Um er að ræða íbúð í fjöleignarhúsi á efstu hæð með útsýni yfir sjóinn. Íbúðin hefur verið endurnýjuð að töluverðu leyti árið 2016 s.s. eldhús, baðherbergi, gólfefni og hurðar. Einnig var skipt um vatnslagnir og raflagnir og nýr sturtuklefi settur árið 2023. Fljótandi parket var sett á eignina fyrir baðherbergi. Gengið er inn í andyri með flísum á gólfi og góðu fatahengi. Eldhús er opið með góðu skáparými og ljósri borðplötu. Stofa er rúmgóð með parket á gólfi. Svefnherbergin eru tvö bæði mjög rúmgóð með parket á gólfi og hjónaherbergi er með rúmgóðum skápum. Baðherbergi er með flísum á gólfi og fibo tresbo plötum á veggjum. Hvítar innréttingar með vask, upphengt klósett, frístandandi nýlegur sturtuklefi og handklæðaofn.
Geymsla er á neðri hæð eignarinnar sem er mjög rúmgóð og auðveldlega hægt að nýta sem auka herbergi. Einnig er aflokuð geymsla á efstu hæð eignarinnar með hillum. Sameiginlegt þvottahús er með öðrum íbúðum sem er rúmgott og pláss fyrir margar þvottavélar og þurrkara. Einnig er þurrkloft. Stigagangur er með terrazo gólfi og steyptu handriði.
Nánari lýsing:
Andyri: Flísalagt gólf með ljósum flísum og fatahengi.
Eldhús: Hvítar Ikea innréttingar með ljósri borðplötu. Eingöngu neðri skápar en möguleiki á að setja einnig efri skápa. Parket er á gólfi og pláss fyrir borðkrók.
Baðherbergi: Dökkar flísar á gólfi og hvítar fibo tresbo plötur á veggjum. Hvítar Ikea innréttingar með vask. Upphengt klósett og frístandandi sturtuklefi. Handklæðaofn á vegg.
Svefnherbergi: eru tvö með parket á gólfi.
Geymsla: er bæði á efstu hæð og neðstu hæð. Á efstu hæð er búið að stúka af geymslu með veggjum á loftinu með hillum. Á neðri hæð er geymsla með opnanlegum glugga og parket á gólfi. Möguleiki er á að nýta það sem auka herbergi.
Þvottahús: er á efstu hæð eignarinnar. Því er stúkað af með veggjum en gólf er flotað og málað. Einnig er þurrkloft við hliðina á því.