Þann fyrsta júní 2024 voru samkvæmt Þjóðskrá 2.022 íbúar með lögheimili í Fjallabyggð.

Þann 1. des. 2023 voru íbúar Fjallabyggðar 2.010 manns og hefur þeim fjölgað um 12 íbúa eða um 0.6%

Í lok maí 2023 voru samkvæmt Þjóðskrá akkúrat 2.000 íbúar með lögheimili í Fjallabyggð.

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 1.654 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2023 til 1. júní 2024 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 445 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 76 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 307 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 188 íbúa.

Fjölgar hlutfallslega mest í Skorradalshreppi

Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum Skorradalshrepps fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2023 um 18,6% en íbúum þar fjölgaði um 11 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næst mest í Kaldraneshreppi eða 5,6% en þar fjölgaði íbúum um 6 einstaklinga frá 1. desember 2023.  Af 64 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 14 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 50 sveitarfélögum.

Landshlutar

Íbúum Suðurlands fjölgar mest, eða um 1,7% svo íbúum Vesturlands, eða um 1,6%.