Á Vísi.is í dag er grein þar sem fjallað er um svik “Grenningarráðgjafans” sem margar konur hafa verið í viðskiptum við. Trölli.is hefur heimildir fyrir því að hann hefur átt viðskipti við fólk á hlustunarsvæði FM Trölla. Hér neðar er upphaf greinarinnar, en hana má lesa í heild á Vísi.is.

Sædís Sif Harðardóttir er ein fjölda kvenna sem íhuga nú að leita réttar síns vegna grenningarráðgjafans Sverris Björns Þráinssonar og kæra hann fyrir fjársvik.

Saga Sædísar af viðskiptum sínum við Sverri er keimlík sögu fjölda annarra kvenna sem hafa deilt reynslu sinni inni í Facebook-hópnum „Grenningarráðgjafinn – sviknir viðskiptavinir.“

Þar eru nú um 300 meðlimir en í umræðum í hópnum, sem blaðamaður Vísis hefur skoðað, hafa hátt í 30 konur sagt frá sinni slæmu reynslu af því að eiga í viðskiptum við Sverri. Sædís segist sjálf hafa safnað saman sögum 50 kvenna sem segjast allar hafa verið sviknar af Sverri.

Að sögn Sædísar vill sá hópur fara með málið alla leið og kæra Sverri til lögreglu fyrir fjársvik. Hann hafi ekki veitt þá þjónustu sem keypt hafi verið og ekki endurgreitt þeim sem hafi krafist endurgreiðslu vegna þess.

 

Ein þeirra sviknu skrifaði á facebook síðu sína: “Þetta kemur mér því miður ekki á óvart, þrátt fyrir mjög jákvæða reynslu hjá honum 2014 get ég því miður ekki mælt með honum og er eiginlega glöð að þetta er komið upp á yfirborðið! Held hreinlega að græðgin hafi farið með hann!!!”

 

Stofnuð hefur verið Facebook “grúppa” sem nefnist: “Grenningarráðgjafinn, Sviknir viðskiptavinir”. og finna má hér.

Frétt visir.is og Gunnar Smári Helgason