Appelsínugular viðvaranir vegna veðurs um allt land á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar

Miklu ill­viðri er spáð á land­inu á morg­un og hef­ur Veður­stofa Íslands gefið út app­el­sínu­gul­ar viðvar­an­ir fyr­ir allt landið.

Fyrstu app­el­sínu­gulu viðvar­an­irn­ar taka gildi klukk­an 14 á morg­un á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Faxa­flóa og Breiðafirði og síðar í öðrum lands­hlut­um og gilda þær fram á nótt.

Strandir og Norðurland vestra

Sunnan og suðvestan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)

5 feb. kl. 15:00 – 6 feb. kl. 03:00

Sunnan og síðan suðvestan 20-28 m/s og hviður yfir 35 m/s. Rigning, talsverð um tíma, en slydda eða snjókoma til fjalla. Foktjón líklegt og útlit og raskanir á samgöngum.Sjá meiraMerkja sem lesið

Norðurland eystra

Sunnan og suðvestan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)

5 feb. kl. 15:00 – 6 feb. kl. 03:00

Sunnan og síðan suðvestan 20-28 m/s og hviður yfir 40 m/s, hvassast vestantil. Rigning, talsverð um tíma í kringum Eyjafjörð. Foktjón líklegt og útlit og raskanir á samgöngum.

Mynd/Veðurstofa Íslands