Appelsínugular viðvaranir vegna veðurs um allt land á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar
Miklu illviðri er spáð á landinu á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið.
Fyrstu appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi klukkan 14 á morgun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði og síðar í öðrum landshlutum og gilda þær fram á nótt.
Strandir og Norðurland vestra
Sunnan og suðvestan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
5 feb. kl. 15:00 – 6 feb. kl. 03:00
Sunnan og síðan suðvestan 20-28 m/s og hviður yfir 35 m/s. Rigning, talsverð um tíma, en slydda eða snjókoma til fjalla. Foktjón líklegt og útlit og raskanir á samgöngum.Sjá meiraMerkja sem lesið
Norðurland eystra
Sunnan og suðvestan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
5 feb. kl. 15:00 – 6 feb. kl. 03:00
Sunnan og síðan suðvestan 20-28 m/s og hviður yfir 40 m/s, hvassast vestantil. Rigning, talsverð um tíma í kringum Eyjafjörð. Foktjón líklegt og útlit og raskanir á samgöngum.
Mynd/Veðurstofa Íslands