Ína Sif Stefánsdóttir hóf störf hjá fEining- Iðju sl. föstudag sem nýr þjónustufulltrúi í Fjallabyggð í 50% stöðu. Netfangið hennar er ina@ein.is. 

Vinnutími Ínu er alla virka daga á milli kl. 9:00 og 13:00. Þórey sem mun áfram starfa á skrifstofunni ákvað að breyta aðeins til og verður við vinnu mánudaga og fimmtudaga milli kl. 9:00 og 16:00 og föstudaga milli kl. 9:00 og 14:00.

Opnunartími skrifstofunnar í Fjallabyggð er því eftirfarandi:

  • mánudaga milli kl. 9:00 og 16:00
  • þriðjudaga milli kl. 9:00 og 13:00
  • miðvikudaga milli kl. 9:00 og 13:00
  • fimmtudaga milli kl. 9:00 og 16:00
  • föstudaga milli kl. 9:00 og 14:00

Mynd/Eining- Iðja