Tónlistarkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, jafnan þekkt sem Inki, er þekkt fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar. Hún hefur m.a. gefið út plötu, “Brotabrot”, sem byggir á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi, og sett upp hljóðinnsetningu með Listahátíð í Reykjavík sem meðal annars innihélt sýndarveruleika.
Föstudaginn 22. september 2023 gaf hún svo út nýtt lag sem ber nafnið Svífa.
Um lagið segir Inki:
Lagið hefst á línunni “Við töfðum tímann, akand’í austur, alein á veginum.” Inki segir að um merkingu lagsins: “Ég tók upp söngin sjálf, og til þess að ná réttri tilfinningu þurfti ég að loka augunum og ímynda mér að ég væri úti á landi að keyra með strák sem ég er hrifin af. Við sitjum í þögn, en þögnin þýðir að okkur líður vel saman. Ég á erfitt með að þaga þegar ég þekki fólk lítið, þá finn ég mig knúna til að halda uppi samræðum, líka til þess að passa að þeim líði ekki óþægilega. En með fólkinu sem mér líður best, þá get ég slakað á og þagað. Þetta er lag sem fjallar um að finna þannig ást. Þetta er svona “þegjum saman” ástarlag.
Í laginu leika:
Pétur Ben á gítara
Birgir Steinn Theodórsson á bassa
Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur
Elektróník & syntha Inki og PALMR
Lagið er eftir Ingibjörgu og textinn er eftir Önnu Marsíbil Clausen.
Meiri upplýsingar eru að finna á heimasíðu Ingibjargar, https://inkimusic.com/svifa-single-release/
Og lagið verður frumflutt á FM Trölla í þættinum Tónlistin klukkan 13:00 á sunnudaginn 24. september 2023.