Tónlistarmaðurinn Ingvar Valgeirsson hefur nýverið gefið út í samstarfi við reynslumikla tónlistarmenn, fimm laga þröngskífu.

Platan var tekin upp hjá Stefáni Erni Gunnlaugssyni í Stúdíó Bambus í Garðabæ, þar sem þeir unnu verkið í rispum milli annarra verkefna undanfarna mánuði. Stefán Örn leikur einnig á píanó á plötunni auk þess að sjá um hljóðblöndun.

Að upptökunni komu einnig félagar úr hljómsveitinni Swizz, þeir Helgi Víkingsson trommari og Kristinn Gallagher bassaleikari.

Þá syngur Eva Björnsdóttir eitt lag með höfundinum, auk þess sem Jakob Smári Magnússon bassaleikari spilar í tveimur lögum. Annað þeirra er “Strange Little Girl”, gamall slagari frá Stranglers, sem er jafnframt eina tökulagið á plötunni.

Frumsömdu lögin á plötunni eru bæði ný og gömul; eitt laganna er margra ára gamalt á meðan annað var nær fullklárað í upptökuferlinu sjálfu.

Ingvar Valgeirsson á Spotify