Hér má nálgast samantekt af tveimur vinnufundum og einum kynningarfundi á hugmyndum og tillögum eldri borgara um framtíðarsýn í málefnum aldraðra í Húnaþingi vestra. Samantektin er vinnuskjal sem hefur ekki verið flokkað nákvæmlega. Í megin atriðum snýr samantektin að húsnæðismálum, akstursþjónustu, snjómokstri og vilja til að sjá Félagsheimili Hvammstanga í nýju hlutverki.

Samantektin er hér með birt til athugasemda og ábendinga í 14 daga fyrir íbúa Húnaþings vestra og er liður i opinni stjórnsýslu og samráði.

Þegar kynningartími er liðinn mun sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynna ábendingar sem berast í félagsmálaráði og öldungaráði. Niðurstöðurnar verða svo nýttar við vinnu við gerð 3 ára áætlunar samhliða gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni.

Ábendingar um framtíðarsýn í málefnum eldri borgara má senda inn hér til og með 24. mars 2023.