Föstudaginn 13. síðastliðinn var tilkynnt um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna árið 2020. Verðlaun eru veitt í þremur aðalflokkum auk hvatningarverðlauna. Fjölmargar tilnefningar bárust í öllum flokkum en þeir eru:
- Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur
- Framúrskarandi kennari
- Framúrskarandi þróunarverkefni
- Hvatningarverðlaun
Í ágúst í fyrra birtist hér á trolli.is viðtal við Ingva sem Unnur Valborg Hilmarsdóttir tók við hann í podcast röðinni:
“Fólkið á Norðurlandi vestra”.
Slóð beint á viðtalið við Ingva Hrannar.
Tilnefningar í fyrstu þremur flokkunum eru kynntar fyrirfram en hvatningarverðlaunin eru kynnt við sjálfa athöfnina að Bessastöðum.
Að þessu sinni hlaut Ingvi Hrannar Ómarsson hvatningarverðlaunin. Ingvi Hrannar er orðinn vel kunnur í íslensku skólasamfélagi fyrir frumkvöðlastarf í nýjum og breyttum kennsluháttum sem m.a. miða að því að nýta nýjustu upplýsingatækni í öllu skólastarfi. Hann er einnig stofnandi Utís hópsins, sem er lærdómssamfélag brautryðjenda í kennsluháttum. Ingvi Hrannar hefur verið ötull við að tileinka að sér nýja þekkingu og yfirfæra hana og samfélagslegar breytingar henni samfara á íslenskt skólastarf. Skólastarf í Skagafirði hefur notið hugmynda og starfskrafta Ingva Hrannars í ríkum mæli, þar sem hann starfar sem kennsluráðgjafi hjá sveitarfélaginu. Hann hefur verið óþreytandi við að innleiða nýjar hugmyndir og hefur átt stóran þátt í að breyta kennsluháttum og viðhorfum til skólastarfs bæði hér heima sem og á landsvísu.
Mynd: af skagafjordur.is