Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 105 Hyundai Tucson NX4 HEP/PEHV af árgerð 2020-2021. Ástæða innköllunarinnar er að viðkomandi ökutæki uppfylla ekki Evrópureglugerðir um lyklalaust aðgengi ef bilun á sér stað.
Viðkomandi bifreiðaeigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis eða símleiðis
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.
Mynd/pixabay