IPN-veiran sem greindist í laxi í sjókví Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði nýverið er ekki af þeirri gerð sem veldur sjúkdómi í laxi. Þetta sýna niðurstöður raðgreiningar á veirunni.

Einstaka afbrigði IPN-veirunnar geta valdið tjóni í laxeldi, einkum í ferskvatnseldi á seiðum. Meinvirkni er mismunandi milli arfgerða og má greina á milli þeirra með raðgreiningu erfðaefnis. Veiran var upphaflega greind á Keldum og síðan raðgreind á rannsóknastofu Evrópusambandsins í veirusjúkdómum.

 

Mynd: pixabay