Í ljósi spár um versnandi veður og aukna ofankomu hefur verið tekin ákvörðun um að skólahald leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla í Fjallabyggð falli niður í dag 11. desember. Þá eru foreldrar hvattir til að ná í börn sín við fyrsta tækifæri í leikskólann í dag. Veðrið á enn eftir að versna ef spár ganga eftir og víst er að færð á eftir að þyngjast verulega. Opnun félagsmiðstöðvarinnar Neon fellur einnig niður í dag.