Lagt var fram erindi frá Íslandspóst á 808. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar vegna fyrirhugaðrar uppsetningar á póstboxi á Siglufirði.
Bæjarráð tók vel í beiðni fyrirtækisins og felur bæjarstjóra að ræða við Íslandspóst. Sjá umsókn frá Íslandspósti: HÉR
Þá leggur ráðið áherslu á að staðsetning boxins hafi sem minnst áhrif á ásýnd Ráðhússins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra samhliða að ræða við Íslandspóst um uppsetningu póstboxs í Ólafsfirði.
Myndir/ úr fylgigögnum