Hnúfubakur er sú hvalategund sem jafnan vekur mestu athygli meðal almennings einkum sökum atferli síns. Þrátt fyrir það er margt sem við vitum ekki um atferli þeirra.

Þeir ferðast langar vegalengdir ár hvert, frá heitum sjó í Karabíska hafinu eða vesturströnd Afríku þar sem kálfar þeirra fæðast, norður á fæðuslóðir t.d. við Ísland, Grænland, Noreg, og Kanada.

Upplýsingar um far hvala má fá frá merkingum með gervihnattasendum en einnig frá greiningum ljósmynda. Unnt er að greina einstaklinga af myndum af sporði og þannig rekja ferðir hvalanna út frá myndum teknum á mismunandi stöðum.

Í þessari viku fékk sérfræðingur Hafrannsóknarstofnunnar í greiningu ljósmynda af hvölum, Valerie Chosson, myndir frá Grænhöfðaeyjum, en fyrstu hnúfubakar ársins eru byrjaðir að sjást við eyjarnar en þar eru mikilvæg uppvaxtarsvæði fyrir kálfa.

Hægt er að skoða frekar á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunnar.

Mynd/Hafrannsóknarstofnun