Tónlistarmaðurinn Ívar Sigurbergsson er að senda frá sér nýtt lag sem nefnist The Pecking Order.

Lagið kemur formlega út á Spotify og ýmsum netmiðlum þann 7. júlí n.k. en FM Trölli tekur forskot á sæluna og setur þetta mjög svo áheyrilega lag í spilun strax.


Flytjandi: Ívar Sigurbergsson
Ívar Sigurbergsson: Söngur, kassagítar, rafgítar, hljómborð, bassi, trommur og slagverk.

Lagið var samið í mars og hljóðritað í maí og júní á þessu ári 2023 í Kópavogi.
Lagið kemur formlega út á Spotify þann 7. júlí

Nánari upplýsingar:
Vefsíða: ivar0707.com
Youtube: www.youtube.com/ivar0707
Spotify: https://open.spotify.com/artist/3dIgKPSiRQSdVOLwmUFSUu
Twitter: https://twitter.com/ivar0707

Útgefandi: Ívar Sigurbergsson
Dreifingaraðili: Dreifir – https://dreifir.is

Um Ívar Sigurbergsson:
Ívar er nokkurs konar multi-instrumentalist eða self-produced musician eins og það er kallað á ensku en hann hefur útsett og samið tónlist allt frá unglingsaldri. Tónlistin hefur verið hans líf og yndi enda hefur Ívar stafað við tónlist mestan hluta ævinnar og þar af sem tónmenntakennari síðastliðin 20 ár. Hann hefur verið í ýmsum hljómsveitum en starfar nú sjálfstætt.

Til nánari glöggvunar þá er á netinu nokkuð af tónlist eftir Ívar sem hægt er að hlusta á á hinum ýmsu tónlistarveitum eins og Spotify og Apple music.

Í janúar á þessu ári kom út lagið Follow the dream sem hefur verið spilað víða um heim í gegnum Spotify ásamt því að hafa verið kynnt á hinum ýmsu indie útvarpstöðvum. Ítarlegar upplýsingar um tónlistina er að finna á vefsíðunni ivar0707.com.