Smíði listaverksins Síldarstúlkur eftir hugmynd Arthurs Ragnarssonar, hjá SR vélaverkstæði er lokið.

Búið er að sjóða tunnur, síldarstúlkur og síld á sökkulplötuna. Þær bíða í sólinni við suðurhlið verkstæðisins. Landfesting fyrir bryggjuna var steypt fyrir nokkru fyrir utan Síldarminjasafnið á móts við vélahúsið.

15 millj. í gerð minnisvarða um síldarstúlkur á Siglufirði

Bryggjusmíðin er loksins að komast af stað. Krananum á að koma fyrir á mánudag og væntanlega verður byrjað að reka niður staura næstu viku. Þetta er heljar verkefni og spennandi að fylgjast með hvort náð verði út á enda við mánaðarlok.

Ráðgert er að afhjúpun verksins verði laugardaginn 29 júlí.

Facebook-síða verkefnisins stendur fyrir einstökum menningarviðburði þar sem almenningur fær að fylgjast með gerð og smíði listaverksins og framvindu verkefnisins í rauntíma.

Sjá Facebook-síðuna: Síldarstúlkan á Siglufirði,
Einnig má skoða gerð frummynda og fylgjast með myndskotum á vefsíðunni: https://arthurra.se/Projects.html

Myndir/aðsendar