Sumarblað Einingar-Iðju 2023 er komið á netið og má lesa það hér.

Blaðið er farið í prentun og verður borið út miðvikudaginn 5. júlí nk. með Dagskránni á öll heimili á svæðinu. Sumir munu reyndar fá blaðið sent til sín með póstinum.

Í blaðinu, sem er 24 síður að stærð, er m.a. fjallað um nýjan heiðursfélaga Einingar-Iðju, nýjan kjarasamning við ríkið, Mínar síður Einingar-Iðju, aðalfund félagsins, rafræn félagsskírteini, ársfund Stapa og margt fleira.