Fólkið á Norðurlandi vestra

eru hlaðvarpsþættir (e. podcast) sem SSNV stendur fyrir, þar sem rætt er við einstaklinga í landshlutanum sem eru að sýsla við áhugaverða hluti á hinum ýmsu sviðum.

Í dag birtist nýtt viðtal í þessari seríu, og er nýtt viðtal birt vikulega á miðvikudögum.

FM Trölli sendir viðtölin út að kvöldi birtingardags, þannig að viðtal vikunnar verður á dagskrá FM Trölla í kvöld kl. 21. Viðtölin eru u.þ.b. 20 – 30 mínútur að lengd og að þessu sinni ræðir Unnur Valborg Hilmarsdóttir við Birtu Þórhallsdóttur.

Það eru ekki margir sem geta státað af því að búa á menningarsetri.

Birta Þórhallsdóttir býr í menningarsetrinu Holti á Hvammstanga og starfrækir þar örbókaútgáfuna Skriðu, heldur menningarviðburði og sinnir eigin skrifum og þýðingum.

Hún segir okkur frá listinni, húsinu sínu og af hverju hún ákvað að kaupa sér hús á Hvammstanga.

Hér eru þrjár leiðir til að sækja “podcast-ið” í mismunandi tækum. Einnig má hlusta á vefnum með því að smella hér.

feed.podbean.com/ssnv/feed.xml     feed.podbean.com/ssnv/feed.xml     feed.podbean.com/ssnv/feed.xml