Á milli kl. 22:00 – 00:00 var gerð tilraun til að brjótast inn í hjólhýsi sem stóð á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum var skemmdarverk unnið en innbrotið tókst ekki.

Ef einver sá til grunsamlegra mannaferða í gærkvöldi við eða á tjaldsvæðinu er viðkomandi beðinn um að láta umsjónaaðila tjaldsvæðisins, Guðmund Inga Bjarnason vita í síma 663 5560.


Myndir/Guðmundur Ingi Bjarnason