Tómas Welding og Pálmi Ragnar halda samstarfi sínu áfram og gefa út lagið Go The Distance í dag. Þeir unnu saman að síðasta lagi Tómasar, Lifeline sem kom út í febrúar á þessu ári og hefur verið spilað tæplega 4 milljón sinnum á Spotify.

Um höfundinn

Tómas Welding er ungur leikstjóri sem dvaldi löngum stundum bakvið myndavélina og tók upp tónlistarmyndbönd þangað til hann ákvað sjálfur að prófa að stíga inn í rammann og fara að semja tónlist.

Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög sem hafa notið mikilla vinsælda á streymisveitum, má þar meðal annars nefna Goodbye sem hann gerði ásamt September og Cop Car sem hann gerði ásamt Pálma Ragnar Ásgeirssyni úr StopWaitGo og Rok Records.