Hljómsveitin Fussumsvei gefur út slagarann Lukkupott til að kveikja í partíinu í bústaðnum. Pottur, grill og krakkarnir í pössun. Fleiri drykkir og færri reglur! 

Útgáfudagur á streymisveitur er 6. júlí en FM Trölli spilar lagið strax í góða veðrinu.

Fussumsvei eru:
Kolbeinn Tumi Haraldsson, Garðar Guðjónsson, Esther Jökulsdóttir, Ólafur Unnarsson, Valur Arnarson og Sigurður Óskar Lárus Bragason.