Lagt fram til kynningar á 671. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar erindi Samgöngustofu, dags. 18.09.2020 til Vegagerðarinnar í framhaldi af eftirlitsferð Samgöngustofu um jarðgöng í Fjallabyggð þann 16. september s.l.
Í erindi Samgöngustofu kemur fram að jarðgöng í Fjallabyggð uppfylla ekki að fullu öryggiskröfur reglugerðar nr. 992/2007 um öryggiskröfur fyrir jarðgöng né er að fullu farið eftir þeim öryggiskröfum sem útlistaðar eru í Handbók N500.
Einnig kemur fram að gæðakerfishugsun sé ekki að fullu til staðar, þ.e. ekki er að fullu farið eftir verklagsreglum um viðhald í jarðgöngum. Nokkuð vantar upp á að farið sé eftir gátlistum og tímasetningar virtar og þá er skrásetningu og staðfestingum ábótavant.
Samgöngustofa óskar eftir við Vegagerðina, tímasettum úrbótum fyrir göngin og úrbótaáætlunum varðandi verklagsreglur um rekstur og viðhald ganganna.
Sjá nánar: