FM Trölli fær reglulega senda tónlist til spilunar víða að úr heiminum. Fæst af því kemst þó í gegnum hárfínt nálarauga tónlistarstjóra stöðvarinnar, en hér er á ferðinni hugljúft lag sem fær náðina og er komið í “Rólegu deildina” á FM Trölla.
Draumkennt og fallega ofið samspil laglínu og texta, samið af Gino Vannelli, “The Jokers Wild” er dularfull og grípandi útgáfa sem sýnir fegurðina, sársaukann, ánægjuna og hættuna af blindri, óendurgoldinni ást.
Tónlistarmyndbandið, framleitt og leikstýrt af verðlaunaða tónskáldinu, framleiðandanum og myndbandsleikstjóranum Ross Vannelli, er listaverk sem færir eitthvað nýtt fyrir auga og eyra við hverja endurtekna skoðun. Í stuttu máli er þetta meistaraverk myndlistar.