Í fyrrakvöld, föstudagskvöldið 7. des. var árlegt jólakvöld í Ólafsfirði. Dagskrá FM Trölla litaðist af því milli kl. 20 og 22, en þá voru leikin eintóm jólalög á FM Trölla, sem ómaði í hátalarakefri fyrir utan Kaffi Klöru í tilefni kvöldsins. Einhversstaðar var sagt að Trölli hefði stolið jólunum, en FM Trölli gerði það a.m.k. ekki í þetta sinn heldur kom með jólalögin.

Það fer ekki framhjá neinum sem heimsækir Ólafsfjörð þegar jólin nálgast, að bærinn er einstaklega fallega skreyttur og greinilega mikill metnaður lagður í fallegar jólaskreytingar um allan bæinn.

Mikil og góð stemming var í bænum og fjöldi fólks hvert sem litið var. Lifandi tónlist var á nokkrum stöðum, bæði kórar og hljómsveit. Fréttamenn Trölla voru á staðnum og tóku þessar myndir sem tala sínu máli.

 

Sölubásar og jólastemming

 

Sungið á tröppum Kaffi Klöru

 

Syngjandi glaðar stelpurnar í Kápukórnum

 

Kveikt var í greni og grillaðir sykurpúðar

 

Jólasveininn sat fyrir með börnunum

 

Jón Steinar á bak við myndavélina

 

Markaður og Hófý bæjalistamaður Fjallabyggðar með glæsilegu keramik vörurnar sínar

 

Paul Kristinn Sabas Hardarson var að sýna stórglæsilega borðskreytingu sem hann gerir

 

Helgi Jóhannsson driffjöður jólakvöldsins í Ólafsfirði

 

Börnin að leik í snjósköflunum

 

Í Gallerý Uglu

 

Í smíðakompu Kristínar

 

Guðað á gluggann í smíðakompunni

 

Skemmtileg stemming við sölubásanna

 

Guðný Ágústsdóttir er þekkt fyrir það að mæta með myndavélina á mannamót og gleðja fólk með einstaklega skemmtilegum myndum

 

Fyrir utan hjá Kaffi Klöru

 

Pálshús

 

Í Pálshúsi

 

Í Pálshúsi var á boðstólnum jólaglögg og piparkökur

 

Jólasveinasafn Egils Sigvaldasonar er til sýnis í Pálshúsi

 

Óli Kára með afastrákinn Óla

 

Auðvitað var komið við í Kjörbúðinni það sem voru allskonar tilboð í boði

 

Jafnt ungir sem aldnir voru á ferðinni

 

Fullt var út úr dyrum á Kaffi Klöru allt kvöldið

 

Jólatónlist flutt af tónlistafólki í Fjallabyggð var í Tjarnaborg

 

Jólastemming

 

Það var þétt setið í Tjarnaborg og létt stemming

 

Jólasveinastelpurnar í Tjarnaborg

 

Hvað ætli hafi verið hér til umræðu?

 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir