Í fyrrakvöld, föstudagskvöldið 7. des. var árlegt jólakvöld í Ólafsfirði. Dagskrá FM Trölla litaðist af því milli kl. 20 og 22, en þá voru leikin eintóm jólalög á FM Trölla, sem ómaði í hátalarakefri fyrir utan Kaffi Klöru í tilefni kvöldsins. Einhversstaðar var sagt að Trölli hefði stolið jólunum, en FM Trölli gerði það a.m.k. ekki í þetta sinn heldur kom með jólalögin.
Það fer ekki framhjá neinum sem heimsækir Ólafsfjörð þegar jólin nálgast, að bærinn er einstaklega fallega skreyttur og greinilega mikill metnaður lagður í fallegar jólaskreytingar um allan bæinn.
Mikil og góð stemming var í bænum og fjöldi fólks hvert sem litið var. Lifandi tónlist var á nokkrum stöðum, bæði kórar og hljómsveit. Fréttamenn Trölla voru á staðnum og tóku þessar myndir sem tala sínu máli.

Sölubásar og jólastemming

Sungið á tröppum Kaffi Klöru

Syngjandi glaðar stelpurnar í Kápukórnum

Kveikt var í greni og grillaðir sykurpúðar

Jólasveininn sat fyrir með börnunum

Jón Steinar á bak við myndavélina

Markaður og Hófý bæjalistamaður Fjallabyggðar með glæsilegu keramik vörurnar sínar

Paul Kristinn Sabas Hardarson var að sýna stórglæsilega borðskreytingu sem hann gerir

Helgi Jóhannsson driffjöður jólakvöldsins í Ólafsfirði

Börnin að leik í snjósköflunum

Í Gallerý Uglu

Í smíðakompu Kristínar

Guðað á gluggann í smíðakompunni

Skemmtileg stemming við sölubásanna

Guðný Ágústsdóttir er þekkt fyrir það að mæta með myndavélina á mannamót og gleðja fólk með einstaklega skemmtilegum myndum

Fyrir utan hjá Kaffi Klöru

Pálshús

Í Pálshúsi

Í Pálshúsi var á boðstólnum jólaglögg og piparkökur

Jólasveinasafn Egils Sigvaldasonar er til sýnis í Pálshúsi

Óli Kára með afastrákinn Óla

Auðvitað var komið við í Kjörbúðinni það sem voru allskonar tilboð í boði

Jafnt ungir sem aldnir voru á ferðinni

Fullt var út úr dyrum á Kaffi Klöru allt kvöldið

Jólatónlist flutt af tónlistafólki í Fjallabyggð var í Tjarnaborg

Jólastemming

Það var þétt setið í Tjarnaborg og létt stemming

Jólasveinastelpurnar í Tjarnaborg

Hvað ætli hafi verið hér til umræðu?
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir