Síðastliðið fimmtudagskvöld, 6. des. var seinna jólakvöldið svokallaða á Siglufirði, en áður var svipað kvöld í nóvember. Á þessum kvöldum taka sig saman nokkrar verslanir og veitingastaðir og hafa sérstaka kvöld-opnum í aðdraganda jólanna og margir bjóða upp á ýmis tilboð og/eða afslætti. Trölli.is birti 9. nóv. frétt frá fyrra jólakvöldinu með fjölda mynda sem skoða má hér.

Þann 6. des. var einnig listaganga um Siglufjörð á vegum Fjallabyggðar. Þátttaka í listagöngunni var afskaplega dræm. Margir listamenn höfðu vinnustofur sínar opnar í tilefni listagöngunnar og voru með verk sín til sýnis. Fréttamenn Trölla litu við á öllum auglýstum stöðum, skrifuðu í gestabækur, þáðu veitingar og spjall, og tóku myndir.

Hér á eftir eru myndir sem fréttamenn Trölla tóku umrætt kvöld, bæði hjá listafólkinu og nokkrum þjónustuaðilum sem tóku þátt í jólakvöldinu.

 

Listagangan á Siglufirði hófst kl.18.00

 

Fyrst var komið við í Ljóðasetri Íslands þar sem Þórarinn Hannesson tók vel á móti fólki

 

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir við opnun sýningar sinnar í Alþýðuhúsinu

 

Haldið var síðan í Frida Súkkulaði kaffihús

 

Næst var arkað til Gallerí Imbu þar sem Kolbrún Símonardóttir er með handunnin listaverk til sölu ásamt jurtalitaða lopanum

 

Listilega prjónaðir vettlingar úr jurtalituðu lopabandi til sölu

 

Steingrímur Kristinsson tók vel á móti gestum í Saga Fotografica

 

Iðja-dagvist var með opið hús og mikið að fallegum handunnum munum til sölu

 

Sjálfsbjörg var með opið að vanda og notalegt að koma til þeirra. Þar er til sölu mikið af handunnum munum og listilega fallegir glermunir

 

Sigló Sport var með opið og var glatt á hjalla þar sem boðið var upp á rautt og hvítt

 

Margt var um manninn í Sigló sport enda mikið úrval þar á boðstólnum fyrir fólk á öllum aldri

 

Strákarnir í stuði í Apótekinu

 

Jólalegur glugginn í Apótekinu

 

Aðalgata á Siglufirði

 

Hjarta bæjarins

 

Í Hjarta bæjarins er gott að koma

 

Tvíburabræðurnir Júlíus og Tryggvi sungu og spiluðu fyrir gesti í Hjarta bæjarins og bakaríinu

 

Gott að setjast niður með góðum vinum og njóta tónlistarinnar

 

Opið var í fatahreinsuninni þar sem er hægt að fá úrval gjafavara

 

Örlygur Kristfinnsson í Söluturninum, þar var að ljúka sýningu á verkum Arnars Herbertssonar

 

Í SR Bygg tóku á móti gestum þau Halldóra og Frosti frá Hannes boy og buðu upp á rjúkandi jólaglögg og allskonar fínerí

 

Fullt var út úr dyrum í SR Bygg

 

Starfólk SR Bygg jólaleg og ánægð með kvöldið

 

Vinkonurnar Sirrý og Bjarney að selja og kynna vörur frá Hárgreiðslustofu Sirrýar

 

Hanna Sigga stórglæsileg að vanda, hún er með til sölu mikið úrval af vönduðum húð- og snyrtivörum fyrir bæði karla og konur

 

Kjólakistan var með fallegan jólafatnað til sölu

 

Hrólfur og Ólöf með glæsilega gjafakassa á frábæru verði með allskonar hágæða hárvörum og margt fleira

 

Auðvitað smellti Hrólfur kossi á sína heittelskuðu

 

Segull 67

 

Marteinn Haraldsson í Segli 67 að kynna Snjókarlinn

 

Gunnar Smári klyfjaður eftir vel heppnaða verslunar- og menningarferð með frúnni

 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir