Nú stendur yfir jólaleikur hjá SR Byggingavörum á Siglufirði. Leikurinn virkar þannig að þeir sem versla fyrir 10.000 kr. eða meira setja kassakvittun í “pott”.
Dregnir verða fjölmargir vinningar upp úr pottinum á þorláksmessukvöld, í beinni útsendingu á FM Trölla.

Mikið úrval er af fallegum jólavörum fæst í SR Bygg
Fulltrúi Sýslumanns mun sjá um dráttinn eins og undanfarin ár.
Vinningarnir hafa verði mjög veglegir hingað til og verður svo einnig að þessu sinni.
Þátttaka hefur verið mjög góð í þessum leik og tilvalið fyrir fólk að drífa sig í SR Bygg og taka þátt.

Jólastemming
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir