Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 – Frístundabyggð á Kleifum í Ólafsfirði:

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að afmarkaðir eru tveir landnotkunarreitir fyrir frístundabyggð á Kleifum ásamt skilmálum, einn sunnan ár og annar norðan. Reitirnir falla undir hverfisvernd svæðisins.

Tillaga að deiliskipulagi á Ytri-Gunnólfsá II, Ólafsfirði:

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi á Ytri-Gunnólfsá II samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 3,5 ha. að stærð á hluta af landi jarðarinnar Ytri-Gunnólfsár II á Kleifum í Ólafsfirði. Innan skipulagssvæðisins verður gert ráð fyrir 15 frístundahúsum.

Tillaga að breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 20. desember 2018 til og með 15. febrúar 2019 auk þess mun tillaga að aðalskipulagsbreytingu hanga uppi hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b, Reykjavík. Tillögurnar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til föstudagsins 15. febrúar 2019. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulags- og tæknifulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.

 

Mynd og frétt: Fjallabyggð