Út er komin 7″ vinylplata sem nokkrir félagar úr Karlakórnum Vísi voru að gefa út.
Gamlir félagar úr Vísi standa fyrir þessari útgáfu og rennur allur ágóði af sölu plötunnar til unglingastarfs Skíðafélagsins Skíðaborgar á Siglufirði. Platan kostar aðeins 1.000 Kr.
Ætlunin var að láta unglingina í skíðafélaginu ganga í hús á Siglufirði um helgina og bjóða plötuna til sölu, en hætt var við það vegna sóttvarnarráðstafanna. En hún verður einnig fáanleg á veitingastaðnum Torginu, í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði, Aðalbakarí og hinum ýmsu stöðum í bænum.
Einnig má hafa samband við Bjarna Þorgeirsson í síma 867 1590 og Söndru Finnsdóttur í síma 861 7165 til að verða sér út um eintök.
Þessi útgáfa er endurgerð plötu sem kom upphaflega út 1966 með fjórum jólalögum. Á baksíðu umslagsins segir:
Á þessari hljómplötu syngur Karlakórinn Vísir á Siglufirði fjögur falleg lög, sem ættu að geta komið öllum í jólaskap.
Fyrst er hinn alkunni jólasálmur Sveinbjarnar Egilssonar, Heims um ból, við lag Grubers.
Síðan kemur Hljóða nótt eftir Beethoven, en ekki er vitað um höfund ljóðsins.
Þá er næst lagið Hvít jól, sem samið er af Irving Berlin, en textann gerði Fríða Sæmundsdóttir.
Að síðustu er svo Ó, Isis og Ósiris úr óperunni Töfraflautunni eftir Moazart. Þar syngur Þórður Kristinsson einsöng.
Kórinn syngur undir stjórn Gerhards Schmidt.
Á forsíðu plötuumslagsins er Siglufjörður, prýddur jólaljósum á aðfangadaskvöldi.
Myndina tók Ólafur Ragnarsson, en textana inn á hana teiknaði Ragnar Páll.
Frétt uppfærð 11. des,