Á miðvikudögum í vetur hafa nokkrar konur á Siglufirði staðið fyrir félagsvist BF og er þetta fjórði veturinn sem þær gera það.

Ágóðinn rennur í barna- og unglingastarf Blakfélags Fjallabyggðar. Frábær aðsókn hefur verið í allan vetur.

Í síðustu viku færðu þær félaginu ágóðan af vetrinum sem mun sko sannarlega koma að góðum notum. Einnig buðu þær uppá stórveislu til að slútta vetrinum.

Blakfélagið þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag og vinnu sem er ómetanlegt fyrir starf BF.

Blakfélag Fjallabyggðar vonar svo sannarlega að spilakvöldin haldi áfram næsta haust.

Mynd og heimild/Blakfélag Fjallabyggðar