Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur jólatónleika í Hvammstangakirkju
þriðjudaginn 27. nóvember klukkan 20.

Stjórnandi er Ólafur Rúnarsson og Elinborg Sigurgeirsdóttir sér um undirleik.

Söngnemendur úr Tónlistarskóla Húnaþings vestra koma fram og Ragnar Gunnlaugsson flytur hugvekju.

Að loknum tónleikum verður veislukaffi í safnaðarheimilinu.

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.