Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar leitar að stórum greni- eða furutrjám sem myndu sóma sér vel sem jólatré í þéttbýliskjörnum Dalvíkurbyggðar.

Ef þú átt tré sem þú telur að myndi sóma sér vel í því hlutverki þá má hafa samband
við skrifstofu Dalvíkurbyggðar í síma 4604900 eða í tölvupósti á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is

Trén verða sótt og fjarlægð endurgjaldslaust.

Mynd/pixabay