Á fimmtudögum er þátturinn Andans Truntur á dagskrá FM Trölla.

Þeir félagar Páll Sigurður Björnsson, Guðmundur og Jón Þór Helgasynir sem stjórna þættinum voru að senda frá sér glænýtt jólalag sem nefnist Jólin eru ónýt.

Lagið gerðu þeir í þremur köflum, hver í sínu horni sá um að semja og flytja sinn part sem síðan voru settir saman án þess að nokkur þeirra hefði heyrt kafla hinna. Meðfylgjandi er myndbandsupptaka af þeim félögum þegar lagið var frumflutt á FM Trölla í þættinum Andans Truntur og þeir heyrðu samsett lagið í fyrsta sinn.