Landsmót Ungmennafélags Íslands fyrir 50+ fór fram um nýliðna helgi í Fjallabyggð.

Keppendur úr Húnaþingi vestra stóðu sig frábærlega sóttu þar nokkur verðlaun. 

  • Agnar Eggert Jónsson hreppti fyrsta sæti í pokavarpi.
  • Jóna Halldóra Tryggvadóttir sótti fyrsta sætið í pönnnukökubakstri og Jónína Sigurðardóttir það þriðja.
  • Jónína Sigurðardóttir kastaði sig í þriðja sæti í 501 SIDO leik í pílu.
  • Helgi Þór Kristjánsson varð í 2. sæti í sínum aldursflokki í 50 og 100 metra skriðsundi.

Húnaþing vestra óskar keppendum til hamingju með árangurinn.

Jónína og Halldóra fagna sigri í pönnukökubakstrinum. Forsíðumynd: Guðmundur Sigurðsson af facebook síðu Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra.