Í fundargerð Bæjarráðs Fjallabyggðar frá því 10. júlí kemur fram að Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst 2018.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að auglýsa starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð þakkar Jónínu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Frétt: Fjallabyggð.is