Margir Siglfirðingar nær og fjær bíða spenntir eftir að heimasíðan Káess.is opnist formlegar, hingað til er aðeins hægt að sjá klukku á heimasíðunni, sem telur niður fram að formlegri opnun kl. 22.00 í kvöld.
Sérlegur fréttaritari trölli.is í Svíþjóð er gamall KS-ingur og hefur fylgst vel með þessu ferli í laumi og tók einnig stutt viðtal við einn af forráðamönnum Káess heimasíðunnar, Guðmund Stefán Jónsson í gegnum Messenger spjall seinnipart föstudags

Aðrir eru mættir heim á Sigló á veitingastaðinn Rauðku og munu skemmta sér vel á áður auglýstu kótilettukvöldi KS, með tilheyrandi balli. Sjá meira hér:

Guðmundur var að keyra bíl í Sléttuhlíðinni, á leiðinni heim á Sigló og talsímasambandið var svona á pari við talstöðvarsamband frá gömlu Loftskeytastöðinni við togara úti á ballarhafi. Sambandið slitnaði oft við blindhæðir Fljótamanna, en undirritaður náði þó eftirfarandi upplýsingum um innihaldið á heimasíðunni.
“Fyrir utan sögu félagsins með tilheyrandi fundargerðum og úrslitum leikja, er þarna að finna urmul af allskyns fróðleik. Nær öll blöð sem hafa verið gefin út í nafni KS gegnum árin eru gerð aðgengileg og svo er þarna einnig mikið af ljósmyndum og kvikmyndum, meðal annars þættir sem voru gerðir um Pæjumótið á sínum tíma.”
Nær Guðmundur að segja mér, áður en talstöðvarsambandið í Sléttuhlíð slitnar í þriðja skiptið.
Að lokum heyri ég Guðmund benda á að hérna sé loksins komin upp góður KS sögu grunnur, en að sjálfsögðu mun meira efni bætast við seinna…
Það er einmitt það sem er svo skemmtilegt við netbirtingar formið, því það er oft ansi erfitt að uppfæra og endurútgefa bækur þegar nýjar heimildir koma upp úr skúffum almennings.
Þetta bíður einnig upp á óendanlega möguleika fyrir hvern sem er, að senda inn minningar og myndir úr sinni eigin KS sögu og saga knattspyrnufélagsins á Sigló er að sjálfsögðu sagan okkar allra og saga bæjarins samtímis.
Fram að opnun heimasíðunnar geta þeir sem ekki eru að skemmta sér á staðnum í góðum hópi gamalla KS karla og kvenna, látið sér duga að skoða þessa KS sögu, sem undirritaður birti hér á trölli.is 2021.
Bestu KÁESS kveðjur til ykkar allra og innilegar þakklætis kveðjur til allra sem hafa lagt hönd á plóg við að skapa þessa sögulegu heimasíðu.
Nonni Björgvins
Fyrrverandi KS markvörður.
Höfundur samantektar:
Jón Ólafur Björgvinsson .
Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/
Forsíðu ljósmynd:
Skjáskot frá Káess.is