Karamellubrúnkur með botni úr saltstöngum 

Botn:

  • 125 g saltstangir
  • 75 g smjör, brætt
  • 2 tsk sykur

Kaka:

  • 400 g suðusúkkulaði (eða 70% súkkulaði)
  • 175 g smjör
  • 5 egg
  • 4 ½ dl púðursykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 tsk salt
  • 1 ½ dl hveiti (90 g)

Karamella

  • 50 g smjör
  • 1 ½ dl sykur
  • 1 ½ dl rjómi
  • 3/4 dl sýróp
  • 2 tsk maldonsalt

Hitið ofn í 175°. Byrjið á botninum. Vinnið saltstangirnar, smjör og sykur saman í matvinnsluvél í grófa mylsnu. Þrýstið mylsnunni í botninn á eldföstu formi í stærðinni 25 x 30 cm, sem hefur verið klætt bökunarpappír.

Bakið í miðjum ofni í 6 mínútur. Takið út og látið kólna.


Kakan:
Grófhakkið súkkulaðið og bræðið ásamt smjöri í skál yfir vatnsbaði. Leggið til hliðar og látið kólna aðeins. Hrærið egg, púðursykur, vanillusykur og salt saman þar til blandan er orðin létt í sér. Bætið súkkulaðismjörinu saman við á meðan hrært er í blöndunni. Siktið hveitið í deigið og hrærið saman í slétt deig. Hellið deiginu yfir botninn og bakið í miðjum ofni í 30-35 mínútur. Kakan á að vera aðeins blaut í sér. Látið kökuna kólna áður en karamellan er sett yfir.

Karamella:
Setjið smjör, sykur, rjóma og sýróp í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið á miðlungshita þar til 120° er náð. Hrærið annað slagið í pottinum.

Hellið karamellunni yfir kökuna og dreifið úr henni þar til hún myndar jafn lag yfir kökunni. Stráið maldonsalti yfir. Látið kólna í ísskáp og skerið síðan í smáa bita.


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit