Kári Egils hefur gefið út plötuna My Static World.
Á plötunni eru 11 lög. Þar af hafa lögin In The Morning, Midnight Sky og Carry You Home áður komið út sem smáskífur.
My Static World er þriðja plata Kára. Árið 2023 gaf hann út Palm Trees In The Snow og Óróapúls.

Hljóðfæraleikarar:
Kári Egilsson: Píanó, söngur
Magnús Trygvason Eliassen: Trommur
Albert Finnbogason: Bassi, gítar, hljóðgervill, kassagítar, rafgítar, slagverk
Salóme Katrín Magnúsdóttir: Bakraddir
Júlía Mogensen: Selló
Ingi Garðar Erlendsson: Básúna
Eiríkur Orri Ólafsson: Trompet
Um Kára
Kári Egilsson er fæddur 2002. Hann byrjaði að læra á píanó sjö ára gamall. Hann er mjög fjölhæfur tónlistarmaður, leikur jöfnum höndum djass, klassík og popp. Kári er nemandi við Berklee tónlistarháskólann í Boston og hlaut veglegan styrk til að stunda nám þar. Hann er handhafi hvatningarverðlauna bandaríska ASCAP fyrir unga lagahöfunda. Kári var valinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2024.
Forsíðumynd: af vefsíðu Kára